Ágætu viðskiptavinir. Vegna þeirra fjarlægðartakmarkana sem Covid 19 setur okkur viljum við á Spaðanum reyna að takmarka fjölda gesta á biðsvæði eins og frekast er kostur, sérstaklega yfir háannatímann, sem er frá 17:00 til 20:00.
Við hvetjum ykkur því til eftirfarandi:
Notist við vefsíðu Spaðans og eða Spaða appið þegar þið pantið.
Nýtið ykkur SMS þjónustu Spaðans.
Þegar þið pantið, veljið þá að fá sent til ykkar SMS í símann þegar pizzan er sett í ofninn. Það líða c.a 8 mínútur frá því að að þið fáið SMS þar til að pöntunin ykkar tilbúin, þannig að fyrir langflesta hentar ágætlega að leggja í hann eftir að hafa móttekið skilaboðin.
Nýtið ykkur upplýsingaskjái Spaðans.
Staðan á pöntunum er sýnd á stórum upplýsingaskjá sem snýr út að bílastæði. Þar geta viðskiptavinir fylgjst með stöðu sinnar pöntunar án þess að þurfa að koma inn á biðsvæði viðskiptavina. Þegar Upplýsingaskjár sýnir að pöntunin þín er til, þá er loks tímabært aðkoma inn og taka á móti pöntuninni.
Fyrir þá sem panta á staðnum.
Þið fáið uppgefin áætlaðan biðtíma þegar þið pantið í sjálfsafgreiðslustöðinni. Sé þess kostur, þá mælum við með því að þið bíðið úti í bíl þar til sá tími er liðinn og kynnið ykkur þá stöðuna á pöntun ykkar á upplýsingaskjánum. Sé pöntunin tilbúin þá er tímabært að koma inn og taka á móti pöntuninni.
Sýnum hvort öðru tilltissemi og virðum tveggja metra regluna okkur og öðrum til hagsbóta. .