Notendaskilamálar

Notendaskilamálar

Þjónustan sem er veitt gegum vefsíðuna www.spadinn.is, Spaða Appið og Spaða sjálfsafgreiðslustöðvar krefst þess að Spaðinn geti sett sig í samband við þig, ef aðstæður krefja. Það er því nauðsynlegt að þú gefir upp, við innskráningu réttar upplýsingar um nafn símanúmer og eftir atvikum póstfang.

Spaðinn áskilur sér því rétt til að vera í samskiptum við þig í tengslum við pöntun þína

Spaðinn er ekki með aðgang að upplýsingum um greiðslukort þín. Allar kortafærslur fara í gegnum færsluhirði Spaðans sem er Borgun.

Skilmálar Spaðans um notkun á vafrakökum („cookies“)

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notanda og eðlilega virkni á vefnum.

Hvað eru vafrakökur? Vafrakökur eru litlar textaskrár, samsettar af bókstöfum og tölustöfum sem eru geymdir í vafranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga.

Yfirlýsing. Spaðinn hefur gríðarlegan áhuga á þér en hefur enn meiri áhuga á friðhelgi þinni. Spaðinn mun því ekki nýta sér á nokkurn hátt þær upplýsingar sem verða til til í heimsókn þinni til markaðsstarfs.

Geymslutími upplýsinga. Kökur frá Spaðanum eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæði Spaðans.

Slökkva á notkun á kökum.Notendur geta og þeim er ávallt heimilt að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum er hætt, að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta þó dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og getur haft neikvæð áhrif á heildarvirkni.

Þú getur lokað fyrir vafrakökur í stillingum vafrans sem þú notar. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að slökkva á vafrakökum.

Meðferð Spaðans á persónuupplýsingum:Persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Spaðinn lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.

Skilareglur/endurgreiðslur

Ef þú ert ekki sáttur við pöntun þína, hafðu þá samband við okkur í síma 488-8888 á skrifstofutíma sem eru á milli 09:00 og 17:00 virka daga. Ef skilyrði fyrir endurgreislu eru uppfyllt, þá verður endurgreitt inn á þann reikning sem notaður var við kaupin.

Opnunartímar Spaðans eru 11:00 til 23 :00 alla daga.

Öll uppgefin heildarverð eru með virðisaukaskatt

Komi til dómsmála, þá er varnarþing Spaðans Héraðsdómur Reykjaness

Biðtími eftir að pöntunin þín sé tilbúin getur sveiflast og fer eftir því hve mikið er að gera í viðkomandi verlsun. Biðtími getur verið allt frá 8 mínútum og yfir í 3 klst.

Spaðinn bíður einungis uppá að sækja pizzurnar á staðinn og er heimsending ekki í boði.