Staðsetning okkar

Spaðinn Pizza

Spaðinn er staðsettur í glænýju húsnæði, sérhannað fyrir reksturinn að Dalvegi 32b í Kópavogi. Þessi staðsetning er engin tilviljun, en þegar horft er á kort af höfuðborgarsvæðinu, sést að Spaðinn er í því miðju. Það er gnótt bílastæða við Spaðinn og aðkoman að og frá Dalveginum auðveld, þökk sé nýjum umferðaljósum, en Reykjanesbraut sem og Breiðsholtsbraut og Nýbýlavegur eru þar steinsnar frá. Allur Kópavogur, Breiðholt, Garðabær, Árbær, Höfðahverfið, póstnúmer 105 og 108 og stór hluti 104 eru í innan við þriggja kílómetra fjarlægð frá Spaðanum.

Auk þess að hýsa veitingastaðinn er þar einnig að finna hráefnavinnslu Spaðans, lager og höfuðstöðvar.

Símanúmer Spaðans er  488-8888