Stærri Pantanir

Pizzur eru frábær kostur hvort sem er í afmæli, vinnustaðafögnuði, fundi eða við önnur tilefni þar sem fólk kemur saman.

Spaðinn býður upp á 8", 12" og 16" pizzur en 16" pizzur eru rúmlega 20% stærri að flatarmáli en 14,5" sem eru í boði á mörgum öðrum stöðum.

Við mælum með einni 16" pizzu fyrir 3 - 4 einstaklinga, jafnvel 5 ef um börn er að ræða.

Verðin á Spaðanum eru einstaklega hagkvæm og verðskráin því mjög gagnsæ.
Engin tilboð, bara lág verð.

Hér eru dæmi um verð fyrir stærri hópa:

10 manns - 3 stórar pizzur, úrval af því besta - 7.300 kr. (730 kr. á mann)

50 manns - 15 stórar pizzur, úrval af því besta - 36.500 kr. (730 kr. á mann)

100 manns - 30 stórar pizzur, úrval af því besta - 73.000 kr. (730 kr. á mann)

Svo er hægt að bæta við brauðstöngum fyrir 350 kr. skammtinn. Einnig er vert að taka fram að gosið hjá okkur er á stórmakaðsverði eða 150 kr. fyrir hálfan líter og 295 kr. fyrir 2 líter.

Ekkert mál er að panta stærri pantanir inn á www.spadinn.is og velja þar afhendingartíma samdægurs.

Allar fyrirspurnir er hægt að senda á info@spadinn.is og við svörum um hæl.

Athugið að gott er að hafa minnst sólahrings fyrirvara á stærri pöntunum (yfir 30 pizzur).

Reikningsviðskipti
Fyrirtæki geta sótt um reikningsviðskipti en fyrirspurnir um þau mega berast á info@spadinn.is.
.