Um Spaðinn

Spaðinn er nýjasta viðbótin við skyndibitaflóruna á Íslandi og er markmiðið að Spaðinn verði leiðandi á markaðnum, strax frá upphafi.

Ástríða fyrir góðum mat á sanngjörnu verði er drifkrafturinn og kveikjan á bak við hugmyndina af Spaðanum.

Spaðinn er langþráður draumur minn, en allt frá því að ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri Domino’s Pizza árið 2005 hef ég fylgst náið með veitingageiranum og reyndar verið virkur þáttakandi.

Ég hef um árabil gagnrýnt verðlagningu á skyndimat hér á Íslandi sem mér hefur þótt vera allt of há og eins þá hefur mér þótt þau tilboð sem í boði eru vera þessleg að það er stuðlað að því að viðskiptavinurinn kaupi meira en hann hefur endilega þörf fyrir, en það eykur líkur á bæði matarsóun og offitu.

Það er skoðun mín að það séu mikil sóknarfæri á veitingamarkaðnum fyrir þá sem eru tilbúnir að slást í lið með almenningi, stilla verði í hóf og ná viðunnandi afkomu með fleiri viðskiptavinum sem eru líklegri til að koma aftur og aftur, í stað þess að ganga fram af fólki með allt of háum verðum.

Spaðinn er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða pizzum og meðlæti, sem viðskiptavinir sækja. Sérstaða Spaðans liggur annarsvegar í frábærum gæðum, en ekki síður í verði sem sannarlega kemur á óvart.

Spaðinn er frá upphafi byggður með það í huga að geta á hraðan og öruggan hátt afgreitt mikinn fjölda viðskiptavina.

Það sem einkennir Spaðan frá öðrum pizzastöðum er heiðarleiki, einfaldleiki og gagnsæi. Spaðinn fer ótroðnar slóðir með skýrri verðstefnu, langt undir því sem gengur og gerist. Verðin eru mjög lág, en ávallt þau sömu, burtséð frá tíma dags eða vikudegi. Spaðinn tekur ekki á móti pöntunum gegnum síma, heldur panta viðskiptavinir á netinu, gegnum App eða á sjálfsafgreiðslustöðvum í verslun og fer greiðslan fram samtímis því að pöntun er gerð.

Spaðinn er alíslenskur, en sækir fyrirmyndir til Ameríku, þar sem pizzur eru matarmiklar og hlaðnar áleggjum. Þó Spaðinn sæki innblástur til Norður Ameríku, þá er lögð áhersla á að notast við hráefni úr nærumhverfinu sé þess kostur. Hveitið í kaldhefað pizzadeigið er frá Kornax, osturinn er sérblandaður fyrir okkur frá Osta og Smjörsölunni, meðan Norðlenska og Matfugl sjá okkur fyrir kjötáleggjum og Ölgerðin fyrir drykkjum svo eitthvað sé nefnt.

Slagorð Spaðans er Mikið fyrir lítið.

Kær kveðja,
Þórarinn Ævarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri.
.